Um deildina

Borgarholtsskóli er eini framhaldsskólinn á landinu með listnámsbraut sem býður upp á sérhæfingu (kjörsvið) í margmiðlunarhönnun. Námið tekur þrjú ár en flestir bæta við sig einu ári í bóklegum greinum og ljúka stúdentsprófi. Námið er mjög fjölbreytt, lifandi og skapandi og veitir góðan undirbúning undir hvers kyns list- og hönnunarnám á háskólastigi s.s. almenna myndlist, almenna hönnun, kvikmyndagerð, vefhönnun, teiknimyndagerð og margt fleira.

Hægt er að velja um tvenns konar sérhæfingu:
1) Prent- og skjámiðlun (almennt kallað grafísk hönnun) þar sem nemendur fá þjálfun í
2) Fjölmiðlatækni sem er meira og minna kvikmyndagerð þar sem nemendur fá þekkingu og þjálfun tæknilegum atriðum kvikmyndagerðar (upptökur, hljóð, klipping, eftirvinnsla), stúdíótækni og útsendingum.

góður undirbúningur undir hvers kyns list- og hönnunarnám: almenna myndlist, almenna hönnun, kvikmyndagerð, vefhönnun, teiknimyndagerð og margt fleira.

Fyrir dyrum stendur að breyta náminu í samræmi við ný lög um framhaldsskóla. Breytingin felur í sér að gerð verður ný námskrá, megináherslur verða þær sömu en námið lengist í 4 ár og lýkur með stúdentsprófi.

Comments are closed.