Alþjóðasamstarf

Erlent samastarf

Erlent samstarf á vegum lista- og fjölmiðlasviðs hófst í byrjun árs 2008 þegar fimm umsóknir voru sendar inn til Leonardo starfsmenntunar sem er hluti af Mennataáætlun Evrópusambandsins [http://leonardo.is]. Sótt var um styrki til til undirbúnings, til mannaskipta nemenda og kennara og fyrir samstarfs- og yfirfærsluverkefni. Öll verkefnin fengu brautagengi og hófst blómlegt samstarf við nemendur, kennara, starfsmenn, skóla, stofnanir og vinnustaði um alla Evrópu. Verkefnastjóri þessara verkefna var Hákon Már Oddsson. Samstarfslöndin hingað til hafa verið Eistland, Finland, Holland, Spánn, Frakkland, Lettland, Danmörk, Þýskaland, Ítalía og England.

Mannstkiptaverkefni

Mannaskipti (Mobility) nemenda (IVET) og kennara (VETPRO) hófust haustið 2008 undir hatti Arteculte [http://artecult.net] sem er samstarfsnet skóla og stofnanna um alla Evrópu á sviði myndlistar og sjónrænar sköpunnar. Aðalsamstarfið felst í nemendaskiptum og dvelja nemendur í 4-8 vikur og setjast ýmist á skólabekk eða fara í starfsnám í fyrirtækjum. Við höfum einnig tekið á móti fjölda nemenda utan Artecult og komið nemendum í starfsnám í Sagafilm, til ljósmyndara, í leikhús, hjá starfandi myndlistafólki og í nám hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur svo nokkuð sé nefnt. Vorið 2012 heimsóttu fimm nemendur starfsbrautar Egmont Hojskolen í Danmörku ásamt fjórum samferðamönnum. Var ferðin sérstaklega vel heppnuð. Verkefnastjórar mannskipta eru Guðný María Jónsdóttir og Guðlaug Bjarnadóttir.

Samstarfsverkefni

Samstarfsverkfni (Partnership) hófust 2008. Fyrsta verkefnið var SAMPO sem var samstarf Eistlands, Finnlands og Íslands. Í verkefninu skoðuðu nemendur persónur og sögur byggðar á þjóðssögum landanna og var afraksturinn teiknimyndasaga, teikningar og hreyfimyndir. Gefin var út bók og DVD diskur með þessum verkefnum.

Nú stendur yfir samstarfsverkefni sem ber heitið TIA (Tradition, Innovation and Assessment in Vocational Art Education and Training) [http://vefir.multimedia.is/tia/] sem er samstarf Eistlands, Lettlands , Ítalíu og Íslands. um 30 nemendur og kennarar taka þátt í verkefninu sem er óbeint framhald af SAMPO. Unnið er í vinnusmiðjum í þátttökulöndunum að mismunandi verkefnum er tengjast myndlist, handverki, margmiðlun, vefsíðuhönnun, ljósmyndun, grafískri hönnun og teikningu. Verkefnisstjóri TIA er Kristveig Halldórsdóttir en auk hennar taka kennararnir Ari Halldórsson og Hákon Már Oddsson þátt í verkefninu. Nemendurnir Agnes Lára Árnadóttir, Inga Harðardóttir og Vigdís Erla Guttormsdóttir eru fulltrúar Borgarholtsskóla í TIA. Verkefninu lýkur í júní 2013 þegar sá 30 manna hópur sem tekur þátt í verkefninu hittist á Íslandi í 10 daga.

Borgarholtsskóli hefur tekið þátt í tveim yfirfærsluverkefnum (Transfer of Innovation) sem eru stærri og umfangsmeiri verkefni þar sem þekking er flutt milli landa. SOFIA 2008-10 var samstrafs verkefni Frakklands, Spánar og Íslands þar sem ákveðin aðferðafræði og tækni við fjarnám í skapandi greinum var flutt frá Frökkunum til fjarnámsseturs á Spáni og þriggja framhaldsskóla á Íslandi. Verkefninu var stýrt af fræðslusetrinu Iðunni. Nú er nýlokið IESTEK (International Educational System for Transferring Entrepreneurial Knowledge) [http://iestek.net/drupal/] yfirfærsluverkefninu sem var samstarf Finnlands, Hollands, Spánar og Íslands. Tilgangur verkefnisins var að útbúa evrópskt kennsluefni í frumkvöðlafræðum byggt á reynslu þátttökulandanna. Endaði verkefnið með samkeppni nemenda í hverjum þátttökuskóla og kynningu á verkefnum í Jyväskylä í desember 2012 þar sem um 20 nemendur og kennarar hittust, sýndu vinningverkefnin og báru saman bækur sínar.

Nemendur og kennarar í IESTEK verkefninu í jólahlaðborði í Finnlandi.

Giant (Tröll, Gigante) er nýtthafið Comeniusar samstarfsverkefni (Bilateral Partnership) á milli Borgarholtsksskóla og Istituto Istruzione Superiore Polo Valboite í Cortina D’Ampezzo á Ítalíu. Er von á 10 ítölskum nemendum ásamt 2 kennurum sumarið 2013 en verkefnið fjallar um Tröll í landslagi, listum og menningu en ítölsku nemendurnir koma úr fjallahéruðum Norður-Ítalíu. Íslensku nemendurnir heimsækja svo Ítalíu sumarið 2014. Verkefnastjóri Giant er Guðný María Jónsdóttir.

Comments are closed.